• "Bræður mínir máttu lesa og skrifa

    þegar þeir voru ekki að vinna utanhúss

    en við urðum aftur á móti að prjóna, kemba,

    spinna, búa til mat, gera að fatnaði þeirra og okkar sjálfra."

                              -Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Guðrún Lárusdóttir mynd

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938)

Kvennréttindamál liggja að vísu ekki beinlínis fyrir löggjafarþinginu sem stendur, en óbeinlínis koma þau þar á dagskrá þing eftir þing. Það er ekki beinlínis hægt að hrósa meðferð þings og stjórnar á þeim, t.d. launamálum kvenna, og geta ljósmæður vorar og hjúkrunarkonur best borið um það. Munu þó allir sammála um, að síst eru störf þeirra þýðingarminni fyrir þjóðina heldur en störf sumra karlmannnana, sem hærra er hossað.
merchild 1

Mechthild von Magdeburg (1207–1282)

Bók þessa skal fúslega meðtaka því orðin mælir Guð sjálfur.

Þessa bók sendi ég sem boðskap til allra geistlegra manna, bæði vondra og góðra, því að þegar súlurnar falla þá getur byggingin ekki staðið og hún tjáir aðeins mig í því að hún loflega flytur mín innstu leyndarmál. Allir sem vilja skilja hana þurfa að lesa hana níu sinnum.

Þessi bók heitir „Streymandi ljós guðdómsins“

„Ó, herra og Guð, hver gerði þessa bók?“ „Ég gerði hana í vanmætti mínum, því ég get ekki haldið aftur af mér í gjöf minni.“ „Eia, herra. Hvað á bókin að heita þér einum til dýrðar?“ „Hún á að heita Streymandi ljós míns guðdóms í öll hjörtu sem lifa án reiði“.

                                                                              (Streymandi ljós guðdómsins, formáli)
ursula le pic

Ursula K. Le Guin (1929-)

Já, vissulega er fólkið í henni [sögunni] beggjakyns, en það þýðir ekki að ég sé að spá því að eftir um þúsund ár eða svo verðum við öll beggjakyns, eða að lýsa því yfir að mér finnist að ættum fjandakornið að vera beggjakyns. Ég er aðeins að benda á, á hinn sérstaka, undirförla og hugsanatilraunalega hátt sem er viðeigandi í vísindaskáldskap, að ef horft er á okkur á ákveðnum tímum dagsins í vissum veðrum þá eru við það nú þegar.
katrín th

Katrín Thoroddsen (1896 – 1970)

Stúlkubarnið venst því þegar í bernsku, að leggja mest upp úr kynþokkanum og eflingu hans með ýmiskonar tildri og hégómlegri sundurgerð í klæðaburði. Stúlkunni verður fljótlega ljóst, að hún er af óæðri kyntegund en bræður hennar, sem oft eru smánaðir með því, að líkja þeim við stelpur eða kvenfólk. Henni er innrætt beint og óbeint að hún sé í stöðuminni, ósjálfstæðari til orðs og æðis en drengirnir, að enginn muni stórræða af henni vænta og hún sé í alla staði ólíkleg til þess, að standa nokkurn tíma á eigin fótum. Stelpunni gengur tregt að trúa á yfirburði karlmannsins en áróðurinn seytlast smátt og smátt inn í vitund hennar, svo að um það bil er kynþroskaaldurinn ber að, er jarðvegurinn þegar undirbúinn. En einmitt þá breytist viðhorfið karlmanninum enn meir í vil, en kvenkyninu í óhag og áróðurinn eykst.
irena-sendler-jpg 1

Irena Sendler (1910-2008)

Hvert barn sem bjargað var með hjálp minni og allra dásamlegu leynilegu sendiboðanna sem ekki eru lengur á meðal okkar, er réttlæting tilveru minnar á þessari jörð, og ekki tilefni til upphafningar.
Hazel Estella Barnes 1

Hazel Estella Barnes (1915 – 2008)

Ef kona sér sig knúna til að stunda vændi af efnahagslegum ástæðum, er eðlilegt að álykta sem svo að breyta þurfi því samfélagi sem býður henni ekki aðra kosti. Af ýmsum ástæðum kemur manni til hugar að í stöðu vændiskonunnar fái möguleikar hennar til góðs lífs ekki notið sín sem skyldi og við ættum að leggja okkur fram um að skapa skilyrði til bætt lífs. Spurningin um það hvort einhver, karl eða kona vilji taka þátt í kynferðislegum athöfnum fyrir greiðslu, innan hjónabands eða utan ætti að vera persónulegt mál hvers og eins.
Marina Abramovic2

Marina Abramovic

Þegar einhver situr fyrir framan mig þá er það ekki lengur um mig. Fljótlega verð ég aðeins spegill fyrir þeirra eigið sjálf.  
jane roland martin 1

Jane Roland Martin

Á svipaðan hátt og eiginmaðurinn reiðir sig á vinnu húsmóðurinnar um leið og hann og menning hans gerir ekkert úr þeirri sömu vinnu, þá reiðir skólinn og samfélagið sig á viðvarandi framlag heimilisins til þroska barnsins um leið og það framlag nýtur engrar almennrar viðurkenningar.  
Helen keller 1

Helen Keller (1880-1968)

Einu sinni þekkti ég aðeins myrkur og þögn. Núna þekki ég von og gleði. Áður kvartaði ég og sló sjálfri mér í vegginn sem lokaði mig inni. Núna fagna ég í meðvitundinni um að ég get hugsað, framkvæmt og eignast himninn … Getur einhver sem flýr slíka ánauð, sem hefur upplifað unað og dýrð frelsisins, verið bölsýnismanneskja?